Jón Nordal hefur lokið meistaraprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands og hóf störf sem löglærður fulltrúi hjá LLG Lögmönnum í apríl 2023. Áður starfaði Jón sem laganemi hjá óbyggðanefnd og á ritstjórn Morgunblaðsins samhliða námi. Innan háskólans sinnti Jón rannsóknarstörfum fyrir Lagastofnun HÍ og aðstoðarkennslu í almennri lögfræði auk þess að sitja í ritnefnd 74. árgangs Úlfljóts, tímarits laganema. Jón hlaut réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómstólum í júní 2025.
Aftur á forsíðu