LLG veitir viðskiptavinum alhliða lögfræðiþjónustu og ráðgjöf með áherslu á viðfangsefni einstaklinga og fyrirtækja í íslensku viðskiptalífi.

Fyrirtækið á rætur að rekja aftur til ársins 2000 en hefur starfað í núverandi mynd frá árinu 2011 í hjarta Reykjavíkur.

LLG veitir almenna og sérhæfða lögfræðiþjónustu og sinnir hagsmunagæslu fyrir einstaklinga og lögaðila á flestum sviðum lögfræðinnar.

Þjónusta

LLG veitir almenna og sérhæfða lögfræðiþjónustu og sinnir hagsmunagæslu fyrir einstaklinga og lögaðila á flestum sviðum lögfræðinnar.

Starfsfólk

Starfsfólk okkar býr yfir víðtækri reynslu af lausn flókinna og vandasamra verkefna þar sem miklir hagsmunir eru í húfi fyrir viðskiptavini.

Andri Vilhjálmur Sigurðsson

Andri Vilhjálmur Sigurðsson

Lögmaður, eigandi

Starfsferill

Andri Vilhjálmur Sigurðsson gekk til liðs við LLG Lögmenn (áður Lögmenn Lækjargötu) á árinu 2013 og hefur frá þeim tíma verið meðal eigenda fyrirtækisins. Áður hafði Andri m.a. starfað sem lögfræðingur hjá Kaupþingi banka hf. frá árinu 2000-2007 og í Luxembourg frá árinu 2007. Fyrst fyrir Kaupthing Bank Luxembourg S.A. á árunum 2007-2010, en síðan hjá Reviva Capital S.A. á árunum 2010-2013.

Birgir Tjörvi Pétursson

Birgir Tjörvi Pétursson

Lögmaður, eigandi

Starfsferill

Birgir Tjörvi Pétursson er einn stofnenda LLG Lögmanna (upphaflega Lögmenn Lækjargötu) og hefur verið í eigendahópi fyrirtækisins frá upphafi. Áður var Birgir Tjörvi m.a. sjálfstætt starfandi lögmaður á GHP Lögmannsstofu með hléum á tímabilinu 2001-2011. Á árunum 2004-2008 veitti Birgir Tjörvi jafnframt forstöðu hugveitunni RSE, Rannsóknarmiðstöð um samfélags og efnahagsmál.

Guðmundur H. Pétursson

Guðmundur H. Pétursson

Lögmaður, eigandi

Starfsferill

Guðmundur H. Pétursson er einn stofnenda LLG Lögmanna (upphaflega Lögmenn Lækjargötu) og hefur verið í eigendahópi fyrirtækisins frá upphafi. Áður var Guðmundur m.a. sjálfstætt starfandi lögmaður og eigandi GHP Lögmannsstofu frá 1999-2011.

Reimar Pétursson

Reimar Pétursson

Lögmaður, LLM., eigandi

Starfsferill

Reimar Pétursson er einn stofnenda LLG Lögmanna (upphaflega Lögmenn Lækjargötu) og hefur verið í eigendahópi fyrirtækisins frá upphafi. Áður var Reimar m.a. starfandi lögmaður hjá Nestor lögmönnum á árunum 1998-2004, lögfræðingur og framkvæmdastjóri hjá Atorku hf. á árunum 2005-2007 og lögfræðingur hjá Straumi – Burðarás fjárfestingarbanka hf. frá 2007-2008. Þá var Reimar lögfræðilegur ráðgjafi fyrir Hf. Eimskipafélag Íslands og Cube Properties á árunum 2008-2011 áður en hann gekk til liðs við LLG Lögmenn. Reimar var formaður Lögmannafélags Íslands frá 2015-2018.

Sigurður Kári Kristjánsson

Sigurður Kári Kristjánsson

Lögmaður, eigandi

Starfsferill

Sigurður Kári Kristjánsson gekk til liðs við LLG Lögmenn (áður Lögmenn Lækjargötu) í lok árs 2011 og hefur frá þeim tíma verið meðal eigenda fyrirtækisins. Áður starfaði Sigurður Kári sem alþingismaður árin 2003-2009 og 2010-2011. Í millitíðinni starfaði Sigurður Kári sem pólitískur aðstoðarmaður formanns Sjálfstæðisflokksins. Áður en Sigurður Kári settist á þing starfaði hann sem lögmaður á LEX lögmannsstofu á tímabilinu 1998-2003.

Eva Halldórsdóttir

Eva Halldórsdóttir

Lögmaður, LLM., eigandi, framkvæmdastjóri

Starfsferill

Eva Halldórsdóttir er framkvæmdastjóri LLG. Hún hóf störf hjá LLG Lögmönnum (áður Lögmenn Lækjargötu) á árinu 2014 og hefur verið meðal eigenda stofunnar síðan 2018. Á árunum 2004 til 2012 starfaði Eva sem lögmaður og síðar forstöðumaður hjá Okkar Líftryggingum hf. Eva stundaði nám við lagadeild Stanford háskóla á árunum 2013 til 2014 og lauk þar LLM prófi áður en hún gekk til liðs við LLG Lögmenn.

Jón Nordal

Jón Nordal

Lögfræðingur

Starfsferill

Jón Nordal hefur lokið meistaraprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands og hóf störf sem löglærður fulltrúi hjá LLG Lögmönnum í apríl 2023. Áður starfaði Jón sem laganemi hjá óbyggðanefnd og á ritstjórn Morgunblaðsins samhliða námi. Innan háskólans sinnti Jón rannsóknarstörfum fyrir Lagastofnun HÍ og aðstoðarkennslu í almennri lögfræði auk þess að sitja í ritnefnd 74. árgangs Úlfljóts, tímarits laganema.

Dagný Þórisdóttir

Dagný Þórisdóttir

Skrifstofustjóri

Starfsferill

Dagný Þórisdóttir hóf störf hjá LLG Lögmönnum (áður Lögmenn Lækjargötu) í árslok 2016 og er skrifstofustjóri fyrirtækisins. Frá árinu 1996 og allt þar til hún gekk til liðs við LLG Lögmenn starfaði hún hjá Skipavík ehf. í Stykkishólmi við bókhald og rekstur. Fyrir þann tíma starfaði Dagný m.a. á árunum 1979-1991 hjá Búnaðabanka Íslands hf., einkum við gjaldeyrismál og bókhald.

Dagbjört Dögg Karlsdóttir

Dagbjört Dögg Karlsdóttir

Lögfræðingur

Starfsferill

Dagbjört Dögg Karlsdóttir hefur lokið meistaraprófi í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík og hóf störf sem löglærður fulltrúi hjá LLG Lögmönnum í janúar 2024. Áður starfaði Dagbjört sem laganemi hjá Persónuverndarfulltrúa Stjórnarráðs Íslands og eftir útskrift sem dómritari hjá Héraðsdómi Reykjaness.

Hafa samband

Smelltu hér fyrir neðan til að hafa samband við lögmannsstofuna.

logmenn@llg.is Sími +354 512 1220